Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 11. október 2015 11:30
Arnar Geir Halldórsson
Klopp vill fá Lewandowski til Liverpool - Mourinho valtur í sessi
Powerade
Fer heitasti framherji heims til Liverpool?
Fer heitasti framherji heims til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Undir pressu
Undir pressu
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru dugleg að slúðra í dag eins og alla aðra daga. BBC tók saman þennan pakka.



Tim Sherwood berst nú fyrir stöðu sinni hjá Aston Villa en hann gæti verið rekinn ef liðinu tekst ekki að ná í einhver stig úr næstu tveim leikjum sem eru gegn Chelsea og Swansea. (Sunday Telegraph)

Forráðamenn Aston Villa eru sagðir renna hýru auga til Brendan Rodgers, sem var rekinn frá Liverpool á dögunum. (Sun)

Nýr stjóri Liverpool, Jurgen Klopp, vill fá Robert Lewandowski á Anfield en þeir unnu saman á sínum tíma hjá Borussia Dortmund (Sunday Mirror)

Chelsea íhugar að fara á eftir Diego Simeone, stjóra Atletico Madrid, en þeir þyrftu að borga spænska félaginu 15 milljónir punda til að borga upp samning hans hjá Madrídarliðinu. (Sunday Mirror)

Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Sunderland, íhugar að fá Kevin Nolan til liðs við sig en Nolan er án félags eftir að hafa verið látinn fara frá West Ham á dögunum. (Sunday Telegraph)

Victor Wanyama hyggst hafna samningstilboði frá Southampton og ætlar Kenýumaðurinn að reyna að komast til Tottenham í janúarglugganum. (Sun)

Jose Mourinho mun fá stuðning frá yfirmönnum sínum í janúar í formi leikmannakaupa og mun félagið vera tilbúið að reiða fram 36 milljónir punda til að fá John Stones frá Everton. (Sunday Express)

Barcelona undirbýr 24 milljón punda tilboð í spænska miðjumanninn Ander Herrera, leikmann Man Utd. (Daily Star Sunday)

David Ospina, varamarkvörður Arsenal, er orðaður við spænska úrvalsdeildarliðið Getafe. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner