Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2016 22:27
Magnús Már Einarsson
Breiðablik leggur fram tilboð í Gary Martin
Gary í leik gegn Breiðabliki.
Gary í leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur lagt fram tilboð í Gary Martin, framherja KR, samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Víkingur R. reyndi að fá Gary í sínar raðir á dögunum og nú hefur Breiðablik boðið í Englendinginn.

Breiðablik reyndi einnig að fá Gary í sínar raðir í fyrra en án árangurs.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fótbolta.net í vikunni að Gary sé ekki á förum en spurning er hvort tilboð Blika breyti einhverju um það.

„Þegar maður spólar til baka þá hefur nánast verið að skrifa hann út af lóðinni síðan hann kom til okkar 2012. Það virðist ekkert ætla að fara það dæmi. Gary Martin er leikmaður KR og verður það áfram. Punktur," segir Kristinn við Fótbolta.net í vikunni.

Hinn 25 ára gamli Gary kom til KR frá ÍA sumarið 2012. Hann var markahæstur í Pepsi-deildinni 2014 en í fyrra átti hann ekki alltaf fast sæti í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner