Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 12. október 2015 11:35
Elvar Geir Magnússon
Xavi hefði viljað spila fyrir Man Utd
Xavi var gríðarlega sigursæll með Börsungum.
Xavi var gríðarlega sigursæll með Börsungum.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Xavi segist hafa viljað spila í ensku úrvalsdeildinni á ferli sínum. Þessi fyrrum leikmaður Barcelona er í dag á lokaspretti ferils síns en hann leikur nú fyrir Al Sadd í Katar.

„Í hreinskilni sagt þá heillar enska úrvalsdeildin alla leikmenn, þetta er stórkostleg keppni," segir Xavi sem verður 36 ára í janúar.

„Leikvangarnir, stuðningsmennirnir, hvernig þeir lifa fyrir fótbolta. Það er allt magnað við þessa deild."

Þegar Xavi var spurður að því með hvaða félagsliði hann hefði viljað spila á Englandi var svarið:

„Fyrir félag með sögu. Annað hvort Manchester United eða Liverpool. Þegar kemur að sögunni heillar Manchester United mig mest."
Athugasemdir
banner
banner