Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2016 20:42
Arnar Geir Halldórsson
James Rodriguez saknar ekki Rafa Benitez
Hæstánægður
Hæstánægður
Mynd: Getty Images
Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez skaut létt á fyrrum stjóra Real Madrid, Rafa Benitez eftir 4-2 sigur Real á Athletic Bilbao í dag.

James hefur spilað vel að undanförnu en hann átti í vandræðum á fyrri hluta tímabilsins og var gagnrýndur fyrir líkamlegt atgervi.

Hann segir þjálfaraskiptin hafa farið vel í leikmannahóp Real Madrid en liðið hefur enn ekki tapað undir stjórn Zinedine Zidane.

„Mér líður miklu betur og ég held að það eigi við um fleiri en mig. Þjálfarabreytingarnar gerðu okkur öllum gott."

„Zidane talar mikið við alla og ég held að það hjálpi okkar leik. Hann er mjög hvetjandi og lætur leikmenn vita að þeir eru honum mikils virði,"
segir James.

Athugasemdir
banner
banner
banner