Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveppi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sveppi sér um að spá leiki helgarinnar.
Sveppi sér um að spá leiki helgarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Salah skorar tvö ef spá Sveppa ræst.
Salah skorar tvö ef spá Sveppa ræst.
Mynd: Getty Images
Fær þessi sigur um helgina?
Fær þessi sigur um helgina?
Mynd: Getty Images
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, skoraði ekki hátt þegar hann spáði fyrir um úrslitin í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann var aðeins með fjóra rétta.

Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, ætlar að reyna að gera betur en Þorkell Gunnar.

Sveppi var að gefa út sjónvarpsþætti með æskuvini sínum Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsta leikmanni í sögu íslenska landsliðsins. Þættirnir hafa fengið afskaplega góðar viðtökur en þá er hægt að finna á Sjónvarpi Símans Premium.

Southampton 0 - 3 Chelsea (11:30 á morgun)
Ég held að mínir menn í Chelsea muni rúlli þessu upp. Ég er mikill Chelsea maður

Burnley 1 - 1 Leicester (14 á morgun)
Ég er mikill stuðningsmaður íslensku drengjanna okkar. Þetta verður hörkuleikur. Ég vona að Burnley vinni en sé fyrir mér lauflétt jafntefli.

Crystal Palace 0 - 2 Brighton (14 á morgun)
Brighton vinnur. Ég hef komið til Brighton og það var mjög gaman. Ég held með þeim í þessum slag.

Huddersfield 2 - 1 Watford (14 á morgun)
Huddersfield mun kom á óvart og vinna þennan leik. Ég er mikill Huddersfield maður.

Swansea 1 - 3 Everton (14 á morgun)
Gylfi á móti sínum gömlu félögum en hann er meiddur. Everton vinnur þetta nokkuð auðvelt án Gylfa.

Liverpool 3 - 0 Bournemouth (16:30 á morgun)
Þarna eru mínir menn í Liverpool. Þeir eru svakalegir. Ég er púllari inn við beinið, í grunninn er ég púllari. Ég fór að halda með Chelsea þegar Eiður byrjaði þar. Mér finnst voða gaman af Liverpool, mig langar að vera Liverpool maður. Salah skorar tvö, hann er geggjaður.

Tottenham 2 - 1 Manchester City (18:45 á morgun)
Hörkuleikur. City skeit á sig gegn United en eru líklega búnir að vinna deildina. Það er einhver deyfð yfir þeim. Pabbi er Tottenham maður þannig að ég held svolítið með þeim.

Newcastle 1 - 0 Arsenal (12:30 á sunnudaginn)
Nágranni minn hann Doddi heldur með Newcastle. Einn óvæntur sunnudagssigur hjá Newcastle.

Manchester United 3 - 0 West Brom (15:00 á sunnudaginn)
Þetta er svolítið gefið en ég vildi óska þess að þetta yrði jafntefli eða að United myndi tapa. Ég er ekki nægilega mikill United maður.

West Ham 2 - 0 Stoke (19:00 á mánudaginn)
Eiður sveik West Ham og fór í Tottenham en honum leið hræðilega í Stoke. Ég er óvinur Stoke.

Fyrri spámenn:
Kjartan Atli Kjartansson (8 réttir)
Gaupi (7 réttir)
Egill Helgason (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Harðarson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (6 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (5 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (5 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (4 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (3 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Hallgrímur Jónasson (3 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (3 réttir)
Hörður Magnússon (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner