Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2015 20:44
Magnús Már Einarsson
Undankeppni EM: Króata áfram - Norðmenn í umspil
Pelle skoraði sigurmarkið gegn Norðmönnum í kvöld.
Pelle skoraði sigurmarkið gegn Norðmönnum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Króatar tryggðu sér sæti á EM í kvöld með útisigri á Möltu í H-riðli. Á sama tíma sigraði Ítalía lið Noregs og tryggði sér toppsæti riðilsins.

Norðmenn voru lengi vel 1-0 yfir og virtust um tíma ætla að tryggja sér beint sæti á EM og skilja Króata eftir í umspili. Norðmenn misstu forskotið niður og fara því umspilið í næsta mánuði.

Í B-riðli voru Belgía og Wales búin að tryggja sætið á EM en þau unnu bæði lokaleiki sína í kvöld. Bosnía/Herzegóvína fer í umspilið þar eftir sigur á Kýpur í úrslitaleik um 3. sætið.

B-riðill:

Belgía 3 - 1 Ísrael
1-0 Dries Mertens ('64 )
2-0 Kevin de Bruyne ('78 )
3-0 Eden Hazard ('84 )
3-1 Tomer Hemed ('88 )

Kýpur 2 - 3 Bosnía Herzegovina
0-1 Haris Medunjanin ('13 )
1-1 Konstantinos Charalambides ('32 )
2-1 Nestor Mytides ('41 )
2-2 Haris Medunjanin ('44 )
2-3 Milan Djuric ('67 )

Wales 1 - 0 Andorra
1-0 Aaron Ramsey ('50 )

H-riðill:

Búlgaría 2 - 0 Azerbaijan
1-0 Mihail Aleksandrov ('20 )
2-0 Dimitar Rangelov ('56 )

Ítalía 2 - 1 Noregur
0-1 Alexander Tettey ('23 )
1-1 Alessandro Florenzi ('73 )
2-1 Graziano Pelle ('82 )

Malta 0 - 1 Króatía
0-1 Ivan Perisic ('25 )
Athugasemdir
banner
banner
banner