Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 14. apríl 2015 12:28
Magnús Már Einarsson
Gylfi einn besti aukaspyrnusérfræðingur Evrópu
Mynd: Whoscored.com
Gylfi Þór Sigurðsson er einn af bestu aukaspyrnusérfræðingunum í stærstu deildum Evrópu samkvæmt tölfræði whoscored.com.

Gylfi hefur skorað tvö mörk í ellefu aukaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Gylfi er þar með í 5. sæti á listanum yfir bestu nýtingu í aukaspyrnum.

Zlatko Junuzović leikmaður Werder Bremen er á toppnum en hann hefur skorað fjögur mörk úr 17 aukaspyrnum í vetur.

Hér til hliðar má sjá listann í heild sinni. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Athugasemdir
banner
banner
banner