Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mán 14. nóvember 2016 17:00
Magnús Már Einarsson
Malta
Öskrarinn í Zagreb: Það varð einhver að segja áfram Ísland
Icelandair
Róbert Agnarsson (til hægri) og Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfari, á æfingu landsliðsins í Möltu í dag.
Róbert Agnarsson (til hægri) og Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfari, á æfingu landsliðsins í Möltu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það varð einhver að segja áfram Ísland," sagði landsliðsnefndarmaðurinn Róbert Agnarsson í viðtali við Fótbolta.net á Möltu í dag.

Það vakti mikla athygli í leik Íslands og Króatíu að einn áhorfand var duglegur að öskra „Áfraaam Íslaaaand" í leiknum. Um var að ræða Róbert en þar sem engir stuðningsmenn voru á leiknum þá heyrðust öskur hans mjög vel í sjónvarpsútsendingu.

„Stuðningsmennirnir hjá Íslandi hafa verið svo mikilvægir í gengi liðsins að ég ákvað að taka af skarið. Það heyrist ekki oft í okkur í VIPinu."

Róbert var einn af örfáum áhorfendum í leiknum en hann og Magnús Gylfason voru fulltrúar landsliðsnefndar í stúkunni í Zagreb. „Maggi Gylfa kom vel með í bakröddunum. Hann hefur fallega og góða rödd."

Davor Suker, forseti króatíska knattspyrnusambandsins, sat nálægt Róberti á leiknum.

„Hann öskraði ekki neitt. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið hissa á þessu. Það voru bara ég og Maggi sem stóðu okkur í stykkinu," sagði Róbert.

Róbert er mættur til Möltu til að fylgjast með vináttuleiknum gegn heimamönnum annað kvöld.

„Það væri voðalega gaman að enda þetta frábæra knattspyrnuár á sigri. Ég held að við eigum alla möguleika á því að vinna Möltu. Við höfum unnið stærra lið en það. Þetta er samt spurning um dagsformið hjá liðum, það geta allir unnið alla."

Ísland er með sjö stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM en Róbert bjartsýnn á að liðið komist í lokakeppnina. „Ég er nokkuð bjartsýnn á það. Ef menn spila eins og þeir hafa getu til þá tel ég það frekar líklegt," sagði Róbert.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner