Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. janúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Carragher: Firmino einn sá vanmetnasti í deildinni
Firmino fagnar einu marki.
Firmino fagnar einu marki.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að Roberto Firmino framherji liðsins sé einn vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Firmino skoraði sitt sautjánda mark á tímabilinu í öllum keppnum þegar hann var á skotskónum í 4-3 sigrinum á Manchester City í gær.

„Við erum að tala um að Firmino er einn vanmetnasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni," sagði Carragher.

„Hann er mjög mikils metinn af stjóranum en fyrir utan Liverpool þá talar fólk ekki um hann sem einn af topp framherjunum því það sér hann ekki sem jafnmikinn markaskorara og Kane eða Lukaku."

„Ég myndi segja að hann sé fyrsta nafn á blað í liðinu. Já, þú ert með Salah og Mane en það hvernig hann heldur boltanum, vinnur án bolta og er núna að skora mörk þá er hann einn af bestu framherjunum í ensku úrvalsdeildinni þó aðrir tali ekki um það."

Athugasemdir
banner
banner
banner