Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 15. febrúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns kynnir hugmyndina að Návígi - Sex þættir framundan
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Fyrsti þáttur af Návígi í umsjón Gunnlaugs Jónssonar fór í loftið í dag en þar ræðir Heimir Guðjónsson um feril sinn sem leikmaður. Um er að ræða nýja þáttaröð sem verður á Fótbolta.net næstu vikurnar.

„Þetta eru hlaðvarpsþættir þar sem ég fæ einn aðila í návígi og við förum yfir feril viðkomandi," segir Gunnlaugur um þættina.

Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnlaugi á EM í körfubolta í Finnlandi í fyrra. Hann var þá á spjalli við vini sína sem hlusta reglulega á körfubolta podcast frá Bandaríkjunum.

„Ég hitti Hafliða eiganda Fótbolta.net í flughöfninni heima og boðaði mig á fund hans. Ég held að þetta hafi verið og sé góð hugmynd."

Sex þættir á dagskrá
Gunnlaugur er nú þegar búinn að taka viðtöl við Heimi Guðjónsson, Heimi Hallgrímsson og Ólaf Kristjánsson. Þættirnir verða vikulega á Fótbolta.net næstu vikurnar en einnig eru fyrirhuguð viðtöl við Ólaf Jóhannesson, Rúnar Kristinsson og Veigar Pál Gunnarsson.

„Þetta er um það bil tveggja klukkutíma spjall þar sem farið er yfir víðan völl," útskýrir Gunnlaugur.

„Almennt er hugsunin sú að menn eru að tala um hluti sem þeir hafa ekki talað um lengi. Ólafur Kristjáns talar til dæmis um sinn leikmannaferil og Heimir Hallgrímsson talar um sinn stutta leikmannaferil og tímann með karla og kvennalið ÍBV. Ég held að þetta sé áhugavert og ætti að geta fallið í góðan jarðveg."

Hér má hlusta á fyrri hlutann af Návígi með Heimi Guðjónssyni.

Síðari hlutinn birtist á morgun.


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner