Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mán 15. desember 2014 08:30
Magnús Már Einarsson
Bale til Manchester United?
Powerade
Gareth Bale er orðaður við Manchester United.
Gareth Bale er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gerrard verður samningslaus næta sumar.
Gerrard verður samningslaus næta sumar.
Mynd: Getty Images
Rúmur hálfur mánuður er í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik og ensku blöðin keppast við að koma með slúður þessa dagana.



Manchester United gæti keypt Gareth Bale frá Real Madrid á 90 milljónir punda. Spænsku risarnir gætu í kjölfarið notað peninginn til að kaupa Eden Hazard frá Chelsea og Raheem Sterling frá Liverpool. (Daily Star)

Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, er í dag yfirmaður íþróttamála hjá New York Red Bulls en hann vill fá Steven Gerrard til félagsins. (Daily Mirror)

Manchester City ætlar að blanda sér í baráttuna um Mats Hummels varnarmann Borussia Dortmund. (Daily Express)

Tottenham er að íhuga tilboð í Eran Zehavi framherja Maccabi Tel Aviv en hann er falur fyrir einungis 1,6 milljón punda. (Caughtoffside.com)

Jamie Carragher vill að Liverpool bjóði að minnsta kosti 20 milljónir punda í Wilfried Bony framherja Swansea í janúar. (Daily Express)

Carragher segir einnig að starf Rodgers sé ekki öruggt. (Sun)

Arsenal ætlar að reyna að fá Benedikt Howedes varnarmann Schalke í janúar. (Metro)

Inter er að berjast við Ajax og Real Sociedad um að fá Adnan Januzaj á láni frá Manchester United. (Daily Star)

Atletico Madrid hefu hafnað 17,4 milljóna punda tilboði frá Manchester City í varnarmanninn Jose Gimenez. (AS)

Werder Bremen gæti keypt Jozy Altidore framherja Sunderland í janúar. Altidore er metinn á sjö milljónir punda þrátt fyrir að hafa ekki skorað í ensku úrvaldseildinni í heilt ár. (Sunderland Echo)

Glazer fjölskyldan ætlar að kaupa stóra leikmenn til Manchester United og hækka verðgildi félagsins upp í þrjá milljarða punda. (Daily Express)

WBA hefur frestað viðræðum um nýjan samning við Saido Berahino þar sem félagið hefur áhyggjur af lífstíll framherjans. (Daily Mail)

Inter hefur hafið viðræður við Chelsea um kaup á Mohamed Salah. Hinn 22 ára gamli Salah hefur lítið spilað síðan hann kom frá Basel í byrjun árs. (Talksport)

Bryan Robson, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að mikið æfingaálag Louis van Gaal geti verið ástæðan fyrir meiðslunum hjá leikmönnum liðsins. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner