Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. mars 2018 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Birkir Már örugglega orðinn spikfeitur
Rúrik kemur til greina sem hægri bakvörður
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Klárlega," sagði Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundi í dag er hann fékk spurningu um það hvort Rúrik Gíslason væri hugsaður sem kostur í hægri bakvarðarstöðuna hjá íslenska landsliðinu.

Rúrik fór frá Nurnberg í janúar og færði sig um set í Þýskalandi,yfir til Sandhausen þar sem hann hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu. Hann hefur verið að spila sem hægri bakvörður hjá Sandhausen og hefur skinið í þeirri stöðu.

„Þetta var akkúrat það sem Rúrik þurfti að fá að spila þessa stöðu og hann er að gera það betur og betur. Hann hefur virkilega góða kosti sem sóknarsinnaður bakvörður fyrir okkur," sagði Heimir.

Svo gæti farið að Rúrik muni veita Birki Má Sævarssyni samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna en Birkir Már er kominn heim í Val. Hvernig hefur honum gengið að halda sér í standi?

„Ég held að hann sé orðinn spikfeitur," sagði Heimir léttur og uppskar hann hlátur hjá fréttamönnum.

„Nei, hann er í fínu standi. Það var aldrei nein hætta á því að hann myndi detta úr einhverju standi."
Athugasemdir
banner
banner