Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   lau 16. mars 2024 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Vil ekki enda í fjórða ef við höfum ekki vaxið sem lið
Mynd: EPA
Ange Postecoglou var ósáttur með frammistöðu Tottenham eftir 3-0 tap í Lundúnaslag gegn Fulham í dag.

Tottenham hefði komist upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri en tókst ekki.

„Við vorum ekki nægilega góðir í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Við erum stoltir af því að spila fótbolta sem einkennist af miklum hraða og ákefð, en það var ekki að sjá í þessum seinni hálfleik," sagði Postecoglou að leikslokum og ítrekar að hann telji frammistöðuna skipta meira máli heldur en úrslitin.

„Ég lít ekki á fjórða sætið sem eitthvað heilagt markmið. Ég vil ekki enda í fjórða sæti ef við höfum ekki vaxið sem lið. Mér er sama þó að enginn trúi mér. Það sem skiptir mestu máli er þróun liðsins, markmiðið okkar er að verða betri með hverri vikunni.

„Þetta var slæmur dagur hjá okkur í dag og við megum ekki samþykkja þetta. Við verðum að gera betur í framtíðinni."


Tottenham er tveimur stigum á eftir Aston Villa í baráttunni um síðasta meistaradeildarsæti úrvalsdeildarinnar.

„Við erum tveimur stigum á eftir Villa og það eru 10 leikir eftir af tímabilinu, auðvitað getur allt ennþá gerst. Ég er ekkert að spá í því. Þetta snýst ekki bara um að vera í góðri stöðu í deildinni heldur snýst þetta meira um hvernig við erum að spila."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner