Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   lau 27. apríl 2024 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Sigurður Bjarni Aadnegard (Kormákur/Hvöt)
Sigurður Bjarni Aadnegard.
Sigurður Bjarni Aadnegard.
Mynd: Úr einkasafni
Manni féllust bara hendur að sjá þau gæði.
Manni féllust bara hendur að sjá þau gæði.
Mynd: Skjáskot/Youtube
Verðum við ekki að taka Dani Djuric geitina heim.
Verðum við ekki að taka Dani Djuric geitina heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann var greinilega ekki á scouting reportinu hjá Gylfa Tryggva.
Hann var greinilega ekki á scouting reportinu hjá Gylfa Tryggva.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ingvi Rafn Ingvarsson, spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar.
Ingvi Rafn Ingvarsson, spilandi þjálfari Kormáks/Hvatar.
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara fyrir deildina. Kormáki/Hvöt er spáð tólfta og neðsta sæti.

Sigurður Bjarni er 24 ára gamall og er á góðri leið með að verða goðsögn fyrir Kormák/Hvöt. Hann hefur fylgt liðinu upp úr 4. deild og upp í 2. deild, en hann hefur spilað með félaginu allan sinn meistaraflokksferil. Í heildina hefur hann leikið 164 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 50 mörk.

Í dag sýnir Sigurður Bjarni á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sigurður Bjarni Aadnegard

Gælunafn: Siggi

Aldur: 24

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti leikur var 2015 móti Elliða 1-0 tap. Minnistætt var að Kristófer Már fékk rautt og einhvern veginn endaði Ingvi í markinu.

Uppáhalds drykkur: Egils orka

Uppáhalds matsölustaður: Teni Restaurant

Hvernig bíl áttu: Er ekki á bíl er á Subaru

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Mentalist

Uppáhalds tónlistarmaður: Herbert Guðmunds

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football eða Steve Dagskrá berjast um þetta

Uppáhalds samfélagsmiðill: Ekkert meira í uppháaldi en annað

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ksi.is

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjöbbzenegger

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “8218518 Hermann captain”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: hatar ekki jesús KR?

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sverrir mar, manni féllust bara hendur að sjá þau gæði.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ingvi Rafn

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Arnar Ólafsson sá er þreyttur gæi.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Steindór Elísson. Þjálfaði og skoraði mörkin.

Sætasti sigurinn: Það er 3-2 sigurinn við Árbæ í fyrra. Markmaðurinn okkar í banni þannig ég tek markið og svo mætir bara 42 ara Aco Panderuvic inn á og leggur upp tvö mörk. Hann var greinilega ekki á scouting reportinu hjá Gylfa Tryggva.

Mestu vonbrigðin: Þegar Terry klúðrar vítinu á móti United..

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Verðum við ekki að taka Dani Djuric geitina heim.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Atli Þór Sindrason

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Stefán Freyr Jónsson á Teslunni alvöru hiti þar.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Kristrún María Magnúsdóttir by a mile

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Eden litli Hazard

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kristinn Bjarni Andrason tekur þennan titil nokkuð þæginlega.

Uppáhalds staður á Íslandi: Blönduósvöllur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar Hermann Capteinn Albertsson kom inná í fyrsta leik i fyrra og tryggði þrjú stigin, þarna setti hann tóninn fyrir sumarið sem skilaði okkur upp um deild.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekki beint buin að vera með sömu legghlífar síðan í 4 flokki en var að fjárfesta í nýjum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já eiginlega öllum en er mikill körfubolta maður.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er núna í vapornum á gervigrasinu en phantom í járninu.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danskan var að stríða manni ásamt mörgu öðru.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar Hámundur Örn steig síðast inná knattspyrnuvöll það var helvíti vandræðanlegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ingvi Rafn til að halda ró og fá lögfræðiálit á hlutunum, Bjössa Blöndal til að hjálpa manni ef það þarf að taka til hendinni og Goran Potkozarac til að minna mann á það hversu heilbrigður maður er sjálfur.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til i að sjá Adda Sæ liðstjóra í biggest looser

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tek meira en Maggi málari í bekkpressu.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Anton Tryggva, vissi ekki að það væri hægt að tuða svona mikið.

Hverju laugstu síðast: Að Arnar Daði Helgason lyti vel út

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Tapa í spili.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Gunna Birgis hvað þessi handrukkara jakki kostaði sem hann var í í bikarmörkunum í fyrradag
Athugasemdir
banner
banner
banner