Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 27. apríl 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Daníel Ingvarsson (Fjölnir)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Án efa.
Án efa.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eins og pirrandi fluga á vellinum.
Eins og pirrandi fluga á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá manninn...
Sjá manninn...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veiðimaður.
Veiðimaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæki sennilega Simply the best á sviðinu.
Tæki sennilega Simply the best á sviðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heldur uppi góðum anda, algjör snillingur og herbergisfélagi
Heldur uppi góðum anda, algjör snillingur og herbergisfélagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 6. sætinu í sumar.

Daníel er uppalinn í Haukum en skipti yfir í Fjölni fyrir tímabilið 2021 og lék með Vængjum Júpíters fyrstu tvö tímabilin sín í Grafarvogi. Hann skipti aftur í Fjölni seinni hluta tímabilsins 2022 og skoraði þá tvö mörk í tveimur leikjum í Lengjudeildnni. Í fyrra lék hann 23 af 24 leikjum Fjölnis í Lengjudeildini þegar liðið fór í undanúrslit umspilsins, og skoraði eitt mark.

Í dag sýnir miðjumaðurinn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Daníel Ingvar Ingvarsson

Gælunafn: Dingvar

Aldur: 20 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Spilaði fyrst með Vængjum Júpiters 2021 og svo með meistaraflokki Fjölnis 2022.

Uppáhalds drykkur: Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Rif í Hafnarfirði

Hvernig bíl áttu: Kia Rio

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já ég lét plata mig í bréfin og á ennþá eftir að sjá grænan dag þar

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Drive to survive

Uppáhalds tónlistarmaður: Lil baby

Uppáhalds hlaðvarp: Blökastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Ekkert betra en að detta í að skrolla tiktokið

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net eða Keldan

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Ég hringi síðar” frá pabba

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Sem uppalinn Hauka maður þarf maður þá ekki að segja FH

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Eggert Aron er helvíti seigur

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það er án efa Lúka Kostic

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Minn besti vinur Númi Gísla er eins og pirrandi fluga á vellinum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Lionel Messi

Sætasti sigurinn: Sigurinn á ÍA til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki

Mestu vonbrigðin: Komast ekki í úrslitaleikinn í Lengjunni seinasta sumar

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri mjög til í að spila á miðjunni með Gylfa sig

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Rafael Máni er alvöru leikmaður

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Axel Freyr. Það er líklegast myndalegasti leikmaður heims

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Það á að koma manni í vesen með þessari

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Þeir eru tveir Axel Freyr og Baldvinn Berndsen

Uppáhalds staður á Íslandi: Hafnarfjörðurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:
Þegar ég kom inn á í öðrum mfl leiknum mínum með Fjölni og skoraði tvennu í fyrstu tveimur snertingunum mínum í leiknum

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ég er ekki með neitt svoleiðis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist mjög mikið með Formulu 1

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er í Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Það var líffræðin

Vandræðalegasta augnablik: Það var í nýliðavígslunni í fyrra en get því miður ekki sagt hvað það var.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Július Mar væri góður leiðtogi, Bjarni Hafstein til að halda uppi góðum anda og Baldvin Berndsen til að sjá um að veiða

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Máni Austmann færi beint í Idolið þar sem að hann vill meina að hann kunni að syngja.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Úff það veit ég ekki

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bjarni Hafstein af því að ég vissi ekkert hver hann var þegar ég kom í fjölni en svo er hann algjör snillingur og herbergisfélagi

Hverju laugstu síðast: Að ég væri að passa litla bróðir minn til að þurfa ekki að skutla strákunum niðri bæ

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: það er án efa assault hjólið

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi hitta Glazer bræðurnar og spyrja þá af hverju þeir hætta ekki þessum leikþætti og selja bara United
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner