Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   lau 27. apríl 2024 17:00
Sölvi Haraldsson
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var alveg stórfurðulegur leikur. En hann stjórnaðist meira og minna af vindinum. Það er alltaf gott að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Frábært hvernig liðið mitt kom til baka í seinni hálfleikinn og jöfnuðu leikinn. Það tók smá tíma að skora sigurmarkið en það var bara fínt að skora ekkert mikið fyrr.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sætan 3-2 sigur á Keflavík í Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Stjarnan voru 2-0 undir í hálfleik en í seinni hálfelik fengu þær vindinn í bakið og nýttu hann svo sannarlega til sigurs. Var farið yfir það í hálfleik hvernig ætti að nýta vindinn í seinni hálfleiknum?

Þetta snérist fyrst og fremst hvenrig við ætluðum að spila með vindinum. Hvernig týpur af sendingum og hvernig við ætluðum að pressa. Við vorum samt alveg pollróleg.

Það átti sér stað mjög áhugavert atvik í fyrri hálfleik þegar að Keflavík fengu vítaspyrnu. Þá senti annar hafsent Stjörnunnar á hinn hafsentinn sem stoppaði þá boltann með höndinni og dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem Keflavík fékk.

Þetta er víti. Þetta er að koma fyrir víða um heim. Ég held að sökin liggi kannski fyrst og fremst hjá okkur (þjálfurunum) þegar við erum á æfingum þegar við erum að spila út frá markinu. Að við séum að leyfa leikmönnunum að koma við boltann með höndunum. Við bara bönnum það hér með.“

Stjörnukonur lágu að marki Keflvíkinga undir lokin og þá stóð eiginlega helst upp úr löngu innköstinn hjá Hönnuh Sharts en sigurmarkið kom úr einu slíku innkasti.

Við vissum að það mynda koma breyting undir lokin í leikinn við bara vissum ekki hvað myndi gerast. Sú breyting var svo mark hjá okkur og þá gátum við aðeins skipt inn. Við vildum bíða aðeins með skiptingarnar eftir að við myndum sjá brotið í leiknum og það kom með markinu úr innkastinu. Þetta er bara eins og aukaspyrna.“

Hannah Sharts var án efa maður leiksins í dag en hún skoraði tvö og lagði upp sigurmarkið úr innkasti.

Þetta er það sem er hluti af því að við fengum hana til okkar. Hún er með stoðsendingar eftir innköst og er hávaxinn. Það er erfitt að dekka hana eða eiga við hana og ef við náum að hitta á pönnuna á henni þá koma mörk svona eins og þetta.“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að lokum eftir sætan 3-2 sigur á Keflavík í dag í Keflavík.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner