Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   lau 27. apríl 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Valentina komin aftur til Vestmannaeyja (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur krækt í ítalska markvörðinn Valentina Bonaiuto eftir að hún var varamarkvörður liðsins á síðustu leiktíð.

Valentina er 25 ára markvörður frá Venesúela sem lék með Clayton State háskólanum í bandaríska háskólaboltanum áður en hún hélt til Íslands í fyrsta sinn í fyrra.

Hún fékk ekki tækifæri með meistaraflokki ÍBV en lék með U20 liðinu áður en hún samdi við félag í Búlgaríu.

Valentina var því búsett í Búlgaríu í vetur en ætlar að taka komandi sumar í Vestmannaeyjum.

ÍBV féll úr Bestu deild kvenna í fyrra og leikur því í Lengjudeildinni í ár. Valentina mun berjast við Guðnýju Geirsdóttur um sæti í byrjunarliðinu.

ÍBV hefur leik í sumar með bikarleik við Aftureldingu 1. maí á Hásteinsvelli en fyrsti leikurinn í Lengjudeildinni er einnig gegn Aftureldingu, þó á útivelli, þann 5. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner