Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 27. apríl 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíar segja nei við VAR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska fótboltasambandið greinir frá því að VAR muni ekki vera tekið í notkun í sænska boltanum á næstu árum vegna mikillar samstöðu gegn innleiðingu tækninnar.

Fredrik Reinfeldt, forseti sænska fótboltasambandsins, sagði frá þessu í viðtali við Aftonbladet í vikunni.

„Meirihluti aðildarfélaga er gegn innleiðingu VAR og við berum virðingu fyrir þeirri skoðun og fyrir lýðræðinu. Við munum ekki nota VAR tæknina nema að eitthvað breytist í nánustu framtíð," sagði Reinfeldt meðal annars í viðtalinu.

Svíar eru ekki hrifnir af því hvernig VAR kerfið er notað í evrópska fótboltanum, áhorfendur vilja ekki eiga í hættu á að þurfa að bíða í nokkrar mínútur eftir að skorið er úr um fínustu vafaatriði þar sem skóstærð leikmanns getur gert herslumuninn.

Sænska deildin er því eina deildin af topp 30 deildum Evrópu til að hafna því að innleiða VAR tæknina.

Fótboltafélög í sænsku deildinni eru öll í meirihlutaeigu stuðningsfólks.
Athugasemdir
banner
banner
banner