Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 16. apríl 2014 22:42
Birgir H. Stefánsson
Palli Gísla: Við fengum kjaftshögg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar náðu að landa sigri og komast áfram í Lengjubikarnum í kvöld eftir afar erfiða byrjun á móti Keflvíkingum sem skoruðu tvö mörk á fyrstu sex mínútum leiksins.
„Við fengum kjaftshögg. Þetta var bara, velkomnir til leiks og svo komnir 2-0 undir eftir tíu mínútur eða hvað það var. Leikurinn hófst þá fyrir alvöru en þeir lenda reyndar í því að gjalda fyrir það að vera svona ´agressífir ´ í byrjun og missa mann útaf mjög snemma. Eftir það var leikurinn þannig lagað í allt öðruvísi jafnvægi. Þeir bökkuðu vel og múruðu fyrir, við börðum og börðum og náðum sem betur fer fínu marki fyrir hálfleik. Svo var það sama upp á teningnum í seinni, við áttum ekki neinar drauma sóknir til þess að opna þá lengi vel en það hafðist með seiglu. Svo fyrir áhorfendur þá fór þetta í vítakeppni.“

Hvernig er staðan á meiddum mönnum sem voru fjarverandi hér í dag?
„Orri Sigurjónsson er frá í viku, hann fékk smá bakslag í meiðslin sín sem hann hefur átt við. Það sama á við um Inga sem fékk í lærið í fyrradag og það er ekkert vit í því að eyða honum í einhverja vitleysu rétt fyrir mót. Auðvitað er forgangurinn Íslandsmótið og stefna hjá okkur eins og öllum öðrum liðum er að hafa leikmannahópinn fit og heilan heilsu þegar mótið byrjar.“

Það vantaði tvo erlenda leikmenn í lið Þórs í kvöld en þeir Chukwudi Chijindu og nýliði Þórsara, Shawn Nicklaw, voru fjarverandi en er stutt í þá?
„Ég get staðfest það að Chuck kemur þriðja í páskum. Shawn þarf að bíða eitthvað aðeins lengur, það eru þessi frægu pappírsmál og við höfum því miður ekki ítök í FBI. Það er verið að bíða eftir pappírsmálum frá þeim þannig að við verðum bara að vona að það nái í tæka tíð að hafa alla pappíra klára hér þannig að við getum sent frá okkur hérna. Það tekur líka tíma að fá stimpilinn.“

Jóhann Þórhallsson, Andri Hjörvar Albertsson og Janez Vrenko hafa ekki verið sjáanlegir í kringum Þórsliðið undanfarið, er það staðfest að þeir spili ekki með liðinu á komandi tímabili?
„Ég veit eiginlega ekki hvernig ég get svarað þessu. Það er ekki staðfest að þeir verði ekki með en þeir hafa ekki verið með í vetur, allavega ekki frá áramótum. Á meðan þeir eru ekki á æfingum þá reikna ég ekki með þeim en að sjálfsögðu eru svona snillingar alltaf velkomnir til okkar og að sjálfsögðu notum við þá ef við þurfum á að halda og ef áhuginn hjá þeim er svipaður og áhuginn hjá okkur. En verð eiginlega að svara þessu að ég reikna ekki með þeim fyrst að þeir hafa ekki verið með okkur og varla er það sanngjarnt gagnvart leikmönnum sem hafa verið að vaða eld og brennistein hérna í vetur á meðan hinir hafa ekki verið að æfa með okkur. Þetta eru þrír af átta, níu eða tíu manna hópi sem var að spila mikið í fyrra sem er ekki að spila núna.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar fer Páll Viðar m.a. nánar í stöðu hópsins fyrir komandi tímabil.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner