Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 16. júlí 2017 19:04
Egill Sigfússon
Kristján Guðmunds: Við höfum rifið okkur upp eftir stórt tap áður
Mynd: Raggi Óla
KA vann ÍBV 6-3 á Akureyrarvelli í dag í stórskemmtilegum leik.

Kristján Guðmundsson þjálfari Eyjamanna sagði liðið einfaldlega hafa orðið undir í þessum leik.

„Einhvern veginn verðum við undir í þessum leik þrátt fyrir að skora þrjú mörk þá urðum við bara undir í nánast öllum atriðum. Mér fannst leikur okkar bara ekki vera í standi þegar flautað er á . Við fáum á okkur dauðafæri eftir eina og hálfa mínútu og það heldur áfram út leikinn og við fáum á okkur sex mörk. Það er bara mjög sérstakt að við skulum skora þrjú mörk og spila eins og við gerðum, við vorum bara mjög slakir."

Avni Pepa var að spila sinn síðasta leik fyrir Eyjamenn og er á leið til Noregs. Kristján segir að þeir sé komnir eitthvað áleiðis með nýjan hafsent og skoði sig jafnvel meira um með aðrar stöður.

„Við ætlum að gera það og við erum vonandi akkurat í þessum töluðum orðum komnir eitthvað lengra með það en bara skoða. Ég á von á því að styrkja okkur enn frekar en þetta er gríðarlega erfiður markaður."

Það er ansi þéttur pakkinn frá 6. sæti og niður í botninn og Kristján kveðst mjög spenntur fyrir framhaldinu í þessari baráttu.
„Það er bara geggjað! Núna þurfum við að rífa okkur upp eftir að fá á okkur sex mörk, við höfum rifið okkur upp eftir stórt tap áður í sumar og við gerum það bara aftur núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner