Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 16. júlí 2017 11:30
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Pissupása á liðsfundum fyrir Fanndísi
Það var létt yfir á fréttamannafundinum í morgun.
Það var létt yfir á fréttamannafundinum í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur Stelpnanna okkar á EM í Hollandi er á þriðjudaginn gegn gríðarsterku liði Frakklands.

Undirbúningur fyrir leikinn gegn Frökkum hófst formlega í gær þegar liðið fór yfir Frakkana á videofundi. Þeir geta verið langir videofundirnar hjá liðum fyrir svona stóra leiki og það er engin undantekning hjá þjálfarateymi stelpnanna.

„Eftir gærdaginn held ég að við séum mjög vel undirbúnar. Við vitum að þær eru með þvílík gæði í liðinu. Þetta verður mjög erfiður leikur. En á móti þá erum við með mjög gott lið og við mætum vel undirbúnar í leik," sagði vinstri bakvörðurinn frá Akranesi, Hallbera Guðný Gísladóttir á fréttamannafundi liðsins í Ermelo í morgun.

En gátu allir leikmenn liðsins haldið einbeitingu allan fundinn og þá var spurningin sérstaklega beint á Fanndísi Friðriksdóttur.

„Já allan tímann," svaraði Fanndís og hló.

„Það er ekki vandamál hjá Fanndísi lengur að halda einbeitingu. Við erum líka farnir að þekkja hana svo vel að þegar við sjáum að hún er að sóna út þá er pissupása og síðan höldum við áfram," bætti landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson við.

Fréttamannafundinn má sjá í heild hér að neðan:


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner