Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. júlí 2017 12:50
Elvar Geir Magnússon
Real til í að selja Bale til að fjármagna Mbappe
Powerade
Bale í leik með Wales.
Bale í leik með Wales.
Mynd: Getty Images
Arnautovic.
Arnautovic.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakkanum en hann er seinna á ferð en venja er þar sem verið var að dæla inn efni frá Hollandi þar sem kvennalandsliðið okkar er.

Real Madrid íhugar að selja velska framherjann Gareth Bale (27) til að hjálpa til við að fjármagna kaup á Kylian Mbappe (18), sóknarmanni Mónakó. (Sunday Express)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að Mbappe muni vera hjá Mónakó í eitt ár í viðbót. Mbappe hefur verið orðaður við Arsenal. (Sun on Sunday)

Juventus hafnaði tilboði Chelsea upp á 88 milljónir punda í argentínska sóknarmanninn Gonzalo Higuain (29). (Tuttosport)

Það eru áhyggjur hjá Chelsra af framtíð Antonio Conte (47), knattspyrnustjóra, en viðræður um nýjan samning hafa siglt í strand. (Sun on Sunday)

Búist er við því að Liverpool geri nýtt tilboð í miðjumanninn Naby Keita (22) hjá RB Leipzig. 57 milljóna punda tilboði Liverpool í Keita hefur þegar verið hafnað. (Sunday Mirror)

Frekari efasemdir eru um framtíð Alexis Sanchez (28) hjá Arsenal eftir að hann sagðist vilja spila í Meistaradeild Evrópu. Arsenal mistókst að landa sæti í keppninni, liðið hafnaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. (ESPN)

Manchester City er að leggja meiri áherslu á að kaupa vinstri bakvörðinn Benjamin Mendy (22) frá Mónakó eftir að Tottenham sagði að félagið gæti ekki fengið Danny Rose (27). (Sunday Express)

Stoke City bíður eftir að West Ham geri þriðja tilboðið í Marko Arnautovic (28) og vill fá 22,5 milljónir punda fyrir þennan 28 ára austurríska framherja. (Mail on Sunday)

Arsene Wenger segir að Alex Oxlade-Chamberlain (23) muni klárlega vera áfram hjá Arsenal í sumar þrátt fyrir áhuga frá Liverpool. (Metro)

Leiester vill fá yfir 40 milljónir punda í Riyad Mahrez (26) en Roma ætlar að gera nýtt tilboð í leikmanninn. Chelsea og Everton hafa einnig áhuga á Alsíringnum. (Mail on Sunday)

Mahrez hefur þegar gert samkomulag við Roma. (Mediaset)

Brasilíski hægri bakvörðurinn Danilo (26) hjá Real Madrid hefur áhuga á því að ganga í raðir Chelsea. (Diario Gol)

Manchester City hefur einnig blandað sér í hóp Chelsea og Juventus sem vilja fá Danilo. Hann kostar að minnsta kosti 22 milljónir punda. (Sunday Times)

Ander Herrera (27) mun skrifa undir nýjan samning við Manchester United til fjögurra ára. Hann mun færa honum 200 þúsund pund í vikulaun. (Daily Star Sunday)

Arsenal setti alla ellefu leikmenn sína á marklínuna til að reyna að verjast óbeinni aukaspyrnu í 3-1 sigri í æfingaleik gegn Western Sydney Wanderers - en fékk samt á sig mark. (Sunday Mirror)

Jordan Henderson miðjumaður Liverpool telur að félagið muni berjast um stóra titla á þessu tímabili. (Observer)

Ryan Kent (20), vængmaður Liverpool, er á óskalista Hull. Skoski vinstri bakvörðurinn Andrew Robertson (23) gæti farið öfuga leið. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner