Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 16. október 2017 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
John Cross: Arsenal vill losa sig við Özil í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Cross, fréttamaður Mirror og sérfræðingur um Arsenal, heldur því fram að félagið ætli að losa sig við Mesut Özil í janúar.

Samningur Özil rennur út næsta sumar og skilja 75 þúsund pund launakröfur leikmannsins að frá tilboði Arsenal.

Fenerbahce og Inter hafa verið orðuð við Özil undanfarið en það eru ekki mörg önnur félög sem virðast hafa áhuga og óljóst er hvort félögin séu reiðubúin að mæta himinháum launakröfum Þjóðverjans, sem gæti einnig komið frítt næsta sumar.

Özil hefur verið gagnrýndur af mörgum fyrir að sýna áhugaleysi og lítinn baráttuvilja og hafa þær gagnrýnisraddir stigmagnast á tímabilinu.

Cross, sem skrifaði bók um Arsene Wenger, heldur því fram að samherjar Özil séu einnig að gefast upp á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner