Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 16. október 2017 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Messi og frú opinberuðu um helgina að þau eiga von á sínu þriðja barni.
Messi og frú opinberuðu um helgina að þau eiga von á sínu þriðja barni.
Mynd: Instagram
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á samskiptamiðlinum Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet.



Jón Kaldal‏, fótboltaáhugamaður:
Sérstakt drama af hálfu Heimis Hallgrímssonar. Hefði verið glæpsamlegt af hálfu KSÍ að freista þess ekki að halda Lars eftir EM í fyrra.

Heimir heldur betur búinn að sanna sig sem frábær þjálfari en var óskrifað blað sem einn í starfi á þessum tímapunkti. Lars var byltingin.

Hjörvar Hafliðason, 365:
Viðhorf og nálgun leikmanna var byltingin. The class of 2011 kom með sitt winning attitude í A landsliðið.
Næsta mál takk.

Yngvi Eysteinsson, útvarpsmaður:
Mér þætti vænt um ef bæði Heimir og Geir myndu bara þegja núna . Ekki rugga bátnum að óþörfu.

Ástvaldur Tryggvason, fótboltaáhugamaður:
Ég er pirraður á því hversu leiðinlegur LFC v MUFC var. Og ég horfði ekki einu sinni á hann. #fotboltinet

Stefán Þ. Eyjólfsson, stuðningsmaður Man Utd:
Man. Utd. voru andlausir gegn Liverpool - skorti blóð á tennurnar -sakna oft karaktera eins og R. Keane #fotboltinet

Haukur Heiðar Hauksson, stuðningsmaður Liverpool:
Úff hvað De Gea er langbesti markvörður PL. Úff segi ég. #LIVMUN #fotboltinet

Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net:
Mourinho að kalla á dómarann: 'Getum við fengið annan bolta?' -'Afhverju?' spurði dómarinn -'Því þeir eru alltaf með hinn!' #fotboltinet

Tómas Þór Þórðarson, 365:
Þessi FIFA-listi er algjörlega marklaus. Það hef ég alltaf sagt. Gæti breyst næst, en þangað til er þetta bara drasl.

Ármann Örn, fótboltaáhugamaður:
Ísland með tvo sigra og vinnur dauðariðilinn. Danmörk með sigur og jafntefli og tryggir sér umspil í lélegum riðli. Sko kerfið. #fotboltinet

Hjálmar Aron, fótboltaáhugamaður:
Everton er drasl. Gylfi lélegur, vörnin skelfileg, alltof margar tíur. Skelfilegt að versla 150mills fyrir miðlungs leikmenn. #fotboltinet

Guðmundur Auðun, fótboltaáhugamaður:
Sakna þess pínu þegar Enski var saklaus fréttakall en ekki hardcore djammari á Splash TV #enski #fotboltinet

Jón Gunnar Ásbjörnsson, stuðningsmaður Arsenal:
Vá hvað þetta var vond dómgæsla! Parlour er brjálaður hérna á Ölveri! #fotboltinet


Athugasemdir
banner
banner
banner