Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. desember 2014 09:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Cuadrado til Manchester United?
Powerade
Juan Cuadrado.
Juan Cuadrado.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres gæti veirð á leið til Atletico Madrid.
Fernando Torres gæti veirð á leið til Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað á þessum þriðjudegi líkt og aðra daga.



Louis van Gaal, stjóri Manchester United, er að undirbúa tilboð í Juan Cuadrado kantmann Fiorentina en hann er óánægður í herbúðum ítalska félagsins. (Daily Star)

Emmanuel Adebayor er mættur aftur til Tottenham eftir að hafa farið til heimalandsins af persónulegum ástæðum. Líklegt er að Adebayor fari frá Tottenham á láni í janúar. (Daily Mirror)

Atletico Madrid vill fá Fernando Torres frítt frá Chelsea. Torres er uppalinn hjá Atletico Madrid en hann er í dag á láni hjá AC Milan. (Daily Mail)

Arsenal er að íhuga tilboð í Mattia Destro framherja Roma og Marek Hamsik miðjumann Napoli en félagið þarf fyrst að selja leikmenn. (Metro)

Manchester United og Chelsea vilja fá Kevin Strootman frá Roma en ítalska félagið ætlar ekki að selja hann í janúar. (Daily Express)

Liverpool vill fá John Ruddy markvörð Norwich. (Daily Star)

Alex Song vill vera áfram hjá West Ham þegar lánssamningur hans rennur út næsta sumar. Song er í láni frá Barcelona. (Daily Mirror)

Gennaro Gattuso vill taka við Rangers í framtíðinni. (Daily Mail)

Eigendur Liverpool ætla að skoða leikmannakaup félagsins ítarlega eftir vonbrigði tímabilsins. (Sun)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, vill fá vetrarhlé í ensku úrvalsdeildina. (Manchester Evening News)

Paul Ince, fyrrum miðjumaður Liverpool, vill að félagið losi sig við Mario Balotelli. (Talksport)

Reading vill fá Steve Clarke sem stjóra eftir að Nigel Adkins var rekinn í gær. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner