Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. febrúar 2017 12:10
Elvar Geir Magnússon
Dembele: Við vanmátum Belgana
Mousa Dembele í leiknum í gær.
Mousa Dembele í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Tottenham heldur áfram að eiga slæma leiki í Evrópukeppninni en í gær tapaði liðið fyrir Gent 1-0 í Belgíu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum.

Miðjumaðurinn Mousa Dembele segir að Spurs hafi gert sig seka um að vanmeta andstæðinga sína.

„Vonandi opna menn augun eftir þennan fyrri hálfleik. Við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur en þeir voru mun beittari en við. Ég held að við höfum vanmetið Gent. Löngun þeirra virtist meiri en okkar. Við viljum sýna tvöfalt betri frammistöðu í seinni leiknum á næstu viku," segir Dembele.

Sóknarmaðurinn Harry Kane fékk högg á hnéð í Belgíu og verður skoðaður í dag fyrir bikarleik gegn Fulham sem verður á sunnudag.
Athugasemdir
banner