Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 17. febrúar 2018 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron: Warnock hefur oft sagt að hann gæti tekið við Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mætti í Akraborgina hjá Hirti Hjartarsyni í vikunni og fór þar um víðan völl.

Í tal barst Neil Warnock stjóri Arons hjá Cardiff. Warnock hefur oftar en einu sinni gagnrýnt Heimi Hallgrímsson og íslenska landsliðið í viðtölum. Sagði Warnock einu sinni um Heimi: „Þú verður að hafa heila til þess að vera landsliðsþjálfari."

Hvað segir Aron um þetta?

„Hann hefur farið í viðtöl sem hafa verið tekin fyrir hérna. Þá hefur hann talað við mig þegar hann er nýbúinn í viðtalinu og útskýrt fyrir mér að það er alltaf taktík í því sem hann er að segja. Það skapaði usla hérna heima, hann bjóst við því og varaði við mig við því," sagði Aron í Akraborginni.

„Hann er bara að passa upp á klúbbinn, skiljanlega."

„Ég held að það sé gaman að taka viðtal við hann," segir Aron. „Hann er laufléttur í því."

Warnock hefur talað um að landsliðsþjálfarastarfið hjá Íslandi henti sér vel. Aron er ekki viss um hvernig það myndi ganga.

„Ég veit það ekki. Mín reynsla af honum er bara sem þjálfari í félagsliði, það er allt öðruvísi að vera landsliðþjálfari."

„Hann er þannig karakter að menn hlusta og fara eftir settum reglum. Það væri samt öðruvísi að hann í landsliðinu. Hann hefur oft sagt við mig að hann gæti tekið við íslenska landsliðinu."

Samningur Arons hjá Cardiff klárast eftir tímabilið.

„Ég er ekki farinn að pæla hvert ég sé að fara eða hvort það gerist. Það verður að koma í ljós, hvort við komumst upp eða ekki," segir Aron sem mun yfirgefa Cardiff ef liðið fer ekki upp í ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan en þar ræðir Aron einnig um meiðslin sem hafa verið að hrjá hann.


Athugasemdir
banner
banner