Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   mið 17. september 2014 20:23
Mist Rúnarsdóttir
Dagný: Frábært að fá Tólfuna á völlinn
Dagný skoraði tvívegis og er markahæst íslensku leikmannanna í undankeppninni
Dagný skoraði tvívegis og er markahæst íslensku leikmannanna í undankeppninni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara frábært. Við létum boltann ganga vel á milli okkar og fundum manninn í besta færinu og skoruðum níu mörk. Svo það var bara frábært að enda árið á 9-1 sigri,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir glöð í bragði eftir frábæran stórsigur í lokaleik Íslands í undankeppni HM.

Íslenska liðið leit mjög vel út í kvöld eftir frekar slappa frammistöðu gegn Ísrael á laugardag. Dagný segir boltann hafa gengið hraðar og að ákvarðanir hafi verið betri í dag.

„Ég held að við höfum látið boltann ganga betur. Tókum færri snertingar og betri ákvarðanir. Þá gekk þetta bara betur.“

„Við vorum ekki ánægðar með nýtinguna í síðasta leik þannig að við vorum staðráðnar í að gera betur fyrir framan markið og við gerðum það í dag.“


En áttu íslensku leikmennirnir von á að Danir gætu tapað heima gegn Ísrael og Ísland gæti endað í 2. sæti?

„Allavegana ég. Við vorum svosem ekkert að hugsa um þann leik en í hálfleik fengum við að vita að þær hefðu tapað 1-0 þannig að við ákváðum bara að klára seinni hálfleikinn með stæl og gerðum það. Það er bara frábært að fá annað sætið.“

Mikið hefur verið rætt um frammistöðu Dagnýjar í undankeppninni en hún hefur þótt spila mjög vel og verið að skora mikið. Við spurðum hana út í sína frammistöðu.

„Já, já. Ég er held ég búin að skora sjö mörk í keppninni og það er bæting frá fyrri árum svo ég er bara sátt. Hefði nú alveg getað skorað fleiri. Fór illa með góð færi oft en jú, ég er ánægð með sjö mörk.“

Það var góð stemmning á pöllunum í dag og Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands, fór þar fremst í flokki. Dagný vonast til að sjá Tólfuna í komandi leikjum þar sem það gefi íslenska liðinu aukinn kraft.

„Þetta var frábært. Gaman að fá Tólfuna loksins á leik hjá okkur. Ég ætla að vona þeir verði duglegir að mæta á völlinn á næsta ári þegar við förum í undankeppnina. Þeir eru duglegir að rífa upp stemmninguna í stúkunni.“

„Það gefur manni extra kraft og manni líður eins og við höfum 12 menn á vellinum. Ég vona að fólk haldi áfram að mæta og fjölmenna á völlinn hjá okkur.“


Þóra Björg Helgadóttir markvörður var að kveðja íslenska landsliðið í kvöld. Dagný lýsir henni sem frábærum markmanni og óskar henni góðs gengis í nýjum verkefnum.

„Hún er frábær markmaður, einn besti markmaður í heimi og auðvitað er þetta mikill missir en við eigum fullt af góðum markmönnum og það kemur nýr markmaður og hún heldur áfram með líf sitt. En það er frábært að hafa fengið að spila með henni. Hún er frábær markmaður og ég óska henni góðs gengis með sitt.“

Nú styttist í að leikmennirnir sem spila á Íslandi fái svolítið frí frá boltanum en þannig er það ekki hjá Dagnýju sem stundar nám í Bandaríkjunum og spilar þar fótbolta. Þar er nægur bolti framundan.

„Ég fer aftur núna á föstudaginn. Við erum búnar að vinna sex leiki og tapa einum. Það voru smá vonbrigði en það er fyrsti leikur í deildinni á sunnudaginn og þá fer allt á fullt þar,“ sagði Dagný meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner