Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Potturinn og pannan í liði Madrídinga
Luka Modric í leik með Real Madrid
Luka Modric í leik með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham Hotspur árið 2012. Hann hefur þróað leik sinn í að vera einhver allra besti miðjumaður heims síðan þá en hann er potturinn og pannan í liði Madrídinga.

Jose Mourinho gerði Real Madrid að spænskum meistara árið 2012 en um sumarið ákvað hann að styrkja miðsvæðið og landaði Modric frá Tottenham.

Króatinn hafði verið frábær á Englandi og kom því lítið á óvart að þetta tækifæri hafi komið upp að leika fyrir Real Madrid. Fyrsta tímabilið var strembið en Madrídingum mistókst að vinna deildina, spænska bikarinn og Meistaradeild Evrópu.

Marca útnefndi Modric sem verstu kaup sumarsins. Real Madrid var ekki með það á hreinu hvaða stöðu og hlutverk Modric ætti að spila en þó honum hafi verið lýst sem sóknarsinnuðum tengilið þá leið honum best á miðri miðjunni að stýra spilinu líkt og hann gerði á Englandi.

Mourinho fór frá Real Madrid og Carlo Ancelotti tók við stöðunni en hann vissi vel að Modric væri gæðaleikmaður og hafði hrósað honum í hástert í fjölmiðlum áður en hann tók við liðinu.

Hann ákvað að byggja liðið í kringum hann en síðan þá hefur liðið unnið Meistaradeildina þrisvar. Tvisvar með Zinedine Zidane og einu sinni með Ancelotti.

Færni hans felst ekki í því að skora mikið eða leggja mikið upp, heldur að sprengja upp miðjuna. Leikskilningur hans, sendingarhæfni og ótrúleg sýn hans á vellinum eru hans helstu eiginleikar.

Andryi Shevchenko, þjálfari úkraínska landsliðsins, gekk meira að segja svo langt að segja að Modric væri einn af bestu miðjumönnum allra tíma, þegar hann ræddi um króatíska landsliðið fyrir leik Úkraínu og Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner