Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Tammy Abraham fer ekki aftur til Chelsea í janúar
Tammy Abraham í leik með Swansea
Tammy Abraham í leik með Swansea
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea getur ekki kallað Tammy Abraham til baka frá Swansea City í janúar. London Evening Standard greinir frá þessu.

Abraham skaust fram á sjónarsviðið á síðustu leiktíð er hann gerði 26 mörk fyrir Bristol City í Championship-deildinni en hann var einmitt þá á láni frá Chelsea.

Hann framlengdi svo samning sinn við Lundúnarliðið í sumar til næstu fimm ára áður en hann var lánaður til Swansea í úrvalsdeildinni.

Abraham er búinn að skora fjögur mörk fyrir Swansea á leiktíðinni en á meðan er Chelsea í framherjavandræðum.

Diego Costa er farinn frá félaginu, Alvaro Morata er meiddur og þá hefur Michy Batshuayi ekki verið að skila sínu og því vilja margir stuðningsmenn að Abraham komi aftur í janúar en það er ekki svo einfalt.

Samkvæmt London Evening Standard þá er Tammy með klásúlu í lánssamningnum ef hann væri að dúsa á bekknum þá gæti Chelsea kallað hann til baka um áramótin en hann hefur hins vegar verið byrjunarliðsmaður og ef hann spilar flesta leiki fram að áramótum þá dettur klásúlan úr gildi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner