Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. desember 2017 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Verðum að geta spilað án Coutinho
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var sáttur með góðan 4-0 sigur á útivelli gegn Bournemouth í dag.

Mohamed Salah, Philippe Coutinho og Roberto Firmino komust allir á blað og var Sadio Mane skilinn eftir á bekknum allan leikinn. Þá kom Adam Lallana ekki inná fyrr en á 71. mínútu.

„Það er vinnan okkar í Liverpool að spila án Coutinho, að spila án Sadio Mane, að spila án Mohamed Salah... að spila án lykilmanna," sagði Klopp.

„Við erum með öflugt lið og það sýnir ekkert meira fram á gæði liðsins þegar við getum hvílt lykilmenn og unnið leiki."

Klopp var svo spurður út í framtíð Philippe Coutinho, sem skoraði og lagði upp í dag.

„Hann var hérna með okkur í dag, sem betur fer, og spilaði mjög vel. Við erum ekki að spá í orðrómum og höfum ekkert að segja um framtíðina hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner