Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. apríl 2015 10:35
Hafliði Breiðfjörð
Einar við enska hringborðið og Pepsi á X-inu í dag
Einar Örn verður í útvarpinu í dag.
Einar Örn verður í útvarpinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Einarsson, íþróttastjóri RÚV og stuðningsmaður Arsenal, verður gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Hann sest við enska hringborðið þar sem skoðaðir verða stórleikir helgarinnar.

Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14

Liverpool og Arsenal verða í eldlínunni í undanúrslitum enska bikarsins og Manchester United heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða gestgjafar að vanda.

Íslenski boltinn verður einnig fyrirferðamikill í þættinum og hitað upp fyrir Pepsi-deildina. Heyrt verður í einhverjum fyrirliðum deildarinnar, þar á meðal Ármanni Smára Björnssyni hjá ÍA og Arnóri Sveini Aðalsteinssyni hjá Breiðabliki.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner