Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. apríl 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Bong stendur við ásakanirnar á Rodriguez
Gaetan Bong fagner með Pascal Gross
Gaetan Bong fagner með Pascal Gross
Mynd: Getty Images
Jay Rodriguez
Jay Rodriguez
Mynd: Getty Images
Gaetan Bong varnarmaður Brighton stendur við ásakanir sínar á hendur Jay Rodriguez sóknarmanni WBA. Bong ásakaði Rodriguez um rasisma eftir leik liðanna í janúar.

Enska knattspyrnusambandið fann ekki nægileg sönnunargögn í málinu til þess að sakfella Rodriguez og sóknarmaðurinn gagnrýndi Bong fyrir ásakanirnar á Twitter á mánudaginn.

Brighton hafa nú sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd Bong þar sem Bong segist vera alveg viss um hvað hann heyrði. Bong segir að að Rodriguez hafi sagt við sig: „Þú ert svartur og þú lyktar illa."

Rodriguez segir að hann hafi ekki sagt þetta heldur hafi hann einungis sagt að Bong væri andfúll.

Í yfirlýsingu Brighton segir:„Ummæli Rodriguez í garð mín og yfirlýsingar sem hann hefur sent frá sér hafa gert það að verkum að fólk hefur farið að efast trúverðugleika minn."

„Ég vill vera skýr, ég veit hvað ég heyrði og það var skýrt. Samviska mín er því 100% hrein. Þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifi slíkt á þremur árum í Englandi. Ég myndi aldrei ásaka leikmann um slíkt athæfi að ástæðulausu."

„Þeir sem hafa ásakað mig um slíkt þekkja mig ekki. Þeir voru einnig ekki á vellinum og vita ekki hvað átti sér stað. Aðeins ég og Rodriguez vitum hvað var sagt og ég stend við upphaflegu kvörtun mína."

„Ég mun nú halda áfram með feril minn og mun ekki tjá mig frekar um þetta mál."
Athugasemdir
banner
banner
banner