Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 18. apríl 2018 21:31
Ingólfur Stefánsson
Danmörk: Hannes maður leiksins í jafntefli Randers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson átti góðan leik í marki Randers í 1-1 jafntefli gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Randers komust yfir í leiknum með marki frá Mika­el Bom­an en Nicklas Helenius jafnaði met­in fyr­ir OB aðeins tveim­ur mín­út­um síðar.

Stuðningsmenn Randers völdu Hannes mann leiksins eftir að flautað var til leiksloka. Randers eru nú í 3. sæti í um­spilsriðli um að falla ekki úr deild­inni.

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Nordsjælland sem gerði jafntefli við Kjartan Henry Finnbogason og félaga í Horsens. Kjartan Henry kom inná sem varamaður á 34. mínútu leiksins sem endaði með 2-2 jafntefli.

Nordsjælland eru í þriðja sæti í úrslitakeppninni í Danmörku en Horsens í því 6.




Athugasemdir
banner
banner