Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mið 18. maí 2016 21:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hlíðarenda
Edda ekki sátt við Mána: Fer ekki í leik til að láta drulla yfir mig
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR.
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Edda Garðarsdóttir var þokkalega sátt með 1-1 jafntefli á móti Val í kvöld.

KR komst yfir í fyrri hálfleik og sótti Valsliðið án afláts í seinni hálfleik þangað til þær náðu loks að jafna undir lokin og þar við sat.

Hún var ekki sátt við ummælli Þorkels Mána Pétursonar, sérfræðing Pepsi markanna, fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 KR

„Þorkell Máni sagði að við ættum ekki að fara í leiki til að vinna þá. Ég er bara ekki þannig. Maður fer ekki í leiki til að láta valta yfir sig eða drulla yfir sig."

Hún var sátt við varnarleikinn og segir þrátt fyrir mikla sókn Vals, hafi Hrafnhildur Agnarsdóttir, markmaður liðsins, ekki þurft að verja mikið.

„Við náum nokkrum góðum reddingum, það voru ekki svakalega margar vörslur sem Hrafnhildur þurfti að taka."

„Ég er ekki sátt við að hafa fallið niður í teig í seinni hálfleik en það er eitthvað sem kemur með aldrinum. Við erum ekki vanar því að vera yfir."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner