Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júní 2017 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21: Meyer og Gnabry sáu um Tékkland
Gnabry skoraði fyrir Þýskaland.
Gnabry skoraði fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Þýskaland U21 2 - 0 Tékkland U21
1-0 Max Mayer ('44)
2-0 Serge Gnabry ('50)

Það er leikdagur númer tvö á Evrópumóti U-21 árs landsliða sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.

Í fyrri leik dagsins í dag mættust Þýskaland og Tékkland, en þar reyndust Þjóðverjarnir sterkara liðið.

Max Meyer, leikmaður Schalke 04, kom Þýskalandi á bragðið og síðan bætti Serge Gnabry, sem var á dögunum keyptur til Bayern München, við marki og þar við sat.

Lokatölur 2-0 og sigur Þjóðverja staðreynd. Á mótinu eru þrír riðlar, en liðin sem enda í efstu sætunum fara áfram í undanúrslit og liðið bestan árangur í öðru sæti fer einnig áfram.

A-riðill: England, Pólland, Slóvakia, Svíþjóð
B-riðill: Makedónía, Portúgal, Serbía, Spánn
C-riðill: Tékkland, Danmörk, Þýskaland, Ítalía
Athugasemdir
banner
banner
banner