Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júní 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trezeguet: Mbappe verður fyrst að sanna sig hjá Mónakó
Mbappe er eftirsóttur.
Mbappe er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
David Trezeguet, fyrrum landsliðsmaður Frakka, segir að Kylian Mbappe verði fyrst að sanna sig hjá Mónakó áður en hann fer að leitast eftir því að komast að hjá liði eins og Real Madrid.

Mbappe hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid í sumar eftir gott tímabil með Mónakó þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna franska meistaratitilnn í komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

En Trezeguet, sem lék á sínum tíma með Mónakó, segir að það sé kannski of snemmt fyrir Mbappe að færa sig um set.

„Hann er leikmaður sem á bjarta framtíð og það er það sem skiptir mestu máli," sagði Trezeguet við blaðamenn.

„Hann veit um gæði sín, hann veit... að hann er bara 18 ára gamall og er með gott tækifæri hjá Mónakó, borgin er falleg og akademían er í heimsklassa."

„Ég tel að hann þurfi enn að sanna gæði sín hjá Mónakó, jafnvel þó að hann eigi síðasta orðið í þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner