Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   þri 18. júlí 2017 22:29
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Sara: Af hverju heldur hún að ég sé hérna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi en ef maður horfir upp í stúku og á liðið þá getur maður labbað af vellinum stoltur og ég held að það skipti miklu máli fyrir næsta leik að við spiluðum vel og gerðum það sem við tæluðum að gera," sagði fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 1 -  0 Ísland

„Það er ótrúlega svekkjandi að tapa og fá ekkert úr þessum leik eftir góða frammistöðu. Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik. Það er svo stutt á milli leikja að við þurfum að sleppa þessum leik í kvöld og byrja að fókusera á næsta leik," sagði Sara og einbeitingin skein af henni.

„Þær komust ekki mikið í færi og við spiluðum rosalega agaðan og góðan varnarleik. Það er þess vegna sem þetta er ótrúlega svekkjandi að fá á sig þessa vítaspyrnu," sagði Sara sem sagðist ekki hafa séð þetta nægilega vel en sagði að sama skapi að Íslandi hafi átt að fá víti í fyrri hálfleik.

Þær Agla María, Ingibjörg og Sísí Lára byrjuðu allar leikinn í dag. Í sínum fyrsta mótsleik fyrir Ísland.

„Það er eins og þær séu með 50 leiki á bakinu. Þær eru með mikið sjálfstraust og eru komnar inn í þetta mót sem geðveikir töffarar. Það er frábært og eitthvað sem við þurfum á að halda. Maður var smá stressaður yfir því hvernig spennustigið yrði en það var ekkert mál. Þær voru grjótharðar."

Sara Björk fékk forvitnilega spurningu á fréttamannafundinum í gær um það "Hvort Ísland gæti unnið Frakkland?" sem Sara nánast hló að.

„Hún spurði mig hvort við gætum unnið. Afhverju heldur hún að ég sé hérna? Við unnum fyrir þessu. Og spyrja hvort við getum unnið þetta lið. Það sýnir kannski meira þeirra attitude. Við hefðum léttilega getað unnið þær í dag en þetta féll með þeim," sagði Sara Björk.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner