Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 11:30
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Sara Björk: Já! Þetta er einföld spurning
Sara Björk á fréttamannafundinum í gær.
Sara Björk á fréttamannafundinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Getið þið unnið Frakkland? Var fyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir spurð á fréttamannafundi í gær af frönskum blaðamanni.

„Já auðvitað," svaraði Sara kokhraust og staðráðin í því að íslenska liðið geti unnið Frakkland í fyrsta leik liðanna á EM í Hollandi.

„Þetta er einföld spurning. Það geta allir unnið öll lið. Franska liðið er sigurstranglegra en við erum vel undirbúnar fyrir leikinn og mótið í heild sinni," bætti síðan Sara við. Hún var beðin um ítarlegra svar, hvernig ætlar íslenska liðið að vinna eitt af sigurstranglegustu liðum keppninnar?

„Styrkur okkar liggur í andlega þættinum, varnarleiknum og viðhorfinu ef allt þetta gengur upp þá getum við vel unnið þær."

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner