Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. mars 2017 14:39
Magnús Már Einarsson
Kosóvó - Ísland
Meiðsli Arnórs Ingva smávægileg - Með gegn Kosóvó
Icelandair
Arnór Ingvi bregður á leik.
Arnór Ingvi bregður á leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Rapid Vín, verður klár í slaginn þegar Ísland mætir Kosóvó í undankeppni HM á föstudag.

Arnór Ingvi fór meiddur af velli í hálfleik í gær þegar Rapid Vín gerði 1-1 jafntefli við Mattersburg í austurrísku úrvalsdeildinni. Meiðslin eru hins vegar ekki alvarleg.

„Það var stigið tvívegis ofan á tærnar á mér. Stóra tá og táin við hliðina á bólgnuðu upp. Þetta var ekki alvarlegra en það. Ég finn örlítið fyrir þessu í dag en það er ekkert til að væla yfir," sagði Arnór við Fótbolta.net í dag.

Íslenska landsliðið kemur saman í Parma á Ítalíu á morgun og Arnór vonast til að geta tekið þátt í fyrstu æfingu þar.

„Ég læt Frikka (Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfara) og strákana tékka á þessu og vonandi gefa þeir grænt ljós," sagði Arnór.

Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið en nóg forföll eru fyrir hjá liðinu, sérstaklega í kantstöðunum. Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Theodór Elmar Bjarnason, Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason verða allir fjarri góðu gamni á föstudag.

Þá hefur Kári Árnason misst af síðustu fimm deildarleikjum Omonia á Kýpur en hann er í hópnum gegn Kosóvó.
Athugasemdir
banner
banner
banner