Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 19. apríl 2014 18:43
Magnús Már Einarsson
Connor Wickham hafði skorað eitt mark í 33 leikjum
Connor Wickham.
Connor Wickham.
Mynd: Getty Images
Connor Wickham, framherji Sunderland, hefur óvænt haft mikil áhrif í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni undanfarna daga og um leið rétt Liverpool hjálparhönd.

Wickham skoraði bæði mörk botnliðs Sunderland í 2-2 jafntefli gegn Manchester City í vikunni og í dag skoraði hann fyrra markið í 2-1 útisigri Sunderland á Chelsea.

Fyrr á þessu tímabili var Wickham í láni hjá bæði Sheffield Wednesday og Leeds en Sunderland kallaði hann til baka frá síðarnefnda liðinu þann 24. mars síðastliðinn vegna meiðsla Steven Fletcher.

Hinn 21 árs gamli Wickham hefur nú þakkað fyrir sig með þremur mikilvægum mörkum í tveimur leikjum en hann hafði fyrir leikinn gegn Manchester City á miðvikudag einungis skorað eitt mark í 33 leikjum með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner