Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. apríl 2018 17:30
Ingólfur Stefánsson
Guardiola hélt magnaða ræðu: Þið verðið í hjarta mínu til æviloka
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City hélt ræðu fyrir leikmenn og starfsfólk félagsins í tilefni Englandsmeistaratitilsins sem liðið tryggði sér síðustu helgi á æfingasvæði félagsins í dag.

Guardiola safnaði saman 81 einstaklingum sem höfðu komið að tímabilinu hjá City og sagði þeim að andrúmsloftið hjá félaginu í gegnum tímabilið yrði í hjarta hans til æviloka.

Manchester City vann Tottenham 3-1 um síðustu helgi en það var ekki öruggt að titillinn væri þeirra fyrr en Manchester United tapaði fyrir WBA næsta dag.

„Jæja, við gátum ekki fagnað saman þegar við urðum meistarar því að við vorum heima," sagði Guardiola.

„Þannig að mögulega verður þetta auðveldasta ræða sem ég hef flutt, en kannski sú erfiðasta."

„Í fyrsta lagi, til hamingju, við erum meistarar, við erum best á Englandi. Ég vill að allt starfsfólkið hér líði eins og það sé hluti af velgengninni."

„Við höfum skapað eitthvað einstakt hérna. Vináttan og andinn í búningsklefanum. Það er ómögulegt að skapa svona umhverfi ef maður hefur ekki gott fólk í kringum sig."

„Þegar uppi er staðið vorum við betri en 19 lið. Þið eigið skilið alla mína virðingu. Allt það sem hefur gerst, þið verðið í hjarta mínu til æviloka, ég er nokkuð viss um það."


Í lok ræðunnar bað Guardiola allt starfsfólk City að koma með sér út á æfingasvæðið í myndatöku en afraksturinn má sjá hér að neðan.

Myndband af ræðu Guardiola má sjá á vef DailyMail með því að smella hér.

Manchester City tekur á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni næsta sunnudag en bikarinn fer ekki á loft fyrr en í leik þeirra gegn Huddersfield 6. maí.




Athugasemdir
banner
banner
banner