Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. apríl 2018 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Valur meistari meistaranna
Mynd: Anna Þonn
Valur 2 - 1 ÍBV
1-0 Patrick Pedersen ('29)
2-0 Bjarni Ólafur Eiríksson ('39)
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu ('43)

Valur vann Íslandsmótið með afgerandi stigamun síðasta sumar á meðan ÍBV rétt slapp við fall. Eyjamenn stóðu sig þó vel í Borgunarbikarnum, þar sem þeir komu öllum á óvart og unnu keppnina eftir úrslitaleik við FH. Liðin mættust því í úrslitaleik um meistara meistaranna á Valsvelli í dag, sumardaginn fyrsta.

Leikurinn fór skemmtilega af stað og komust Valsarar yfir eftir tæpan hálftíma. Einar Karl Ingvarsson gaf þá glæsilega sendingu innfyrir vörn gestanna, beint á Patrick Pedersen sem gerði vel að klára. Bjarni Ólafur Eiríksson tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu.

Heimamenn komust nálægt því að bæta þriðja markinu við áður en Færeyingurinn öflugi Kaj Leo í Bartalsstovu tók skot fyrir utan teig og þrumaði knettinum í netið. Staðan var 2-1 í hálfleik.

Valur stjórnaði leiknum áfram í síðari hálfleik en Eyjamenn áttu sínar rispur þar sem vantaði herslumuninn á lokaþriðjungnum.

Óstöðvandi lið Valsara hefur titilvörnina á sigri í Meistarakeppninni á meðan Eyjamenn litu þokkalega út þrátt fyrir tap. Valur er því meistari meistaranna þriðja árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner