Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. maí 2017 13:45
Magnús Már Einarsson
Pogba spilar með unglingunum í lokaumferðinni
Pogba á æfingu.
Pogba á æfingu.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba verður með Manchester United gegn Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Jose Mourinho, stjóri United, staðfesti þetta í dag.

Pogba hefur ekki spilað síðustu tvo leiki United eftir að faðir hans lést. Mourinho vill að hann spili á sunnudag til að komast aftur í gang fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudag.

„Paul er í fínu lagi. Hann er sterkur andlega. Hann er að læra hvernig lífið er eftir að pabbi hans lést en hann er sterkur," sagði Mourinho.

„Hann veit að hann þarf að spila á sunnudaginn því að hann hefur ekki spilað og æft í langan tíma. Hann þarf þessar mínútur inni á vellinum svo hann spilar gegn Palace."

Chris Smalling og Marouane Fellaini verða ekki með United um helgina vegna meiðsla og þá mun Mourinho einnig hvíla marga leikmenn.

Tíu leikmenn úr U23 ára liðinu verða í hóp en það eru þeir
Timothy Fosu-Mensah, Axel Tuanzebe, Dimitri Mitchell, Scott McTominay, Josh Harrop, Matthew Willock, Angel Gomes, Zachary Dearnley, Joel Castro og Kieran O'Hara.
Athugasemdir
banner
banner
banner