Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júní 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin í dag - Heimsmeistararnir mæta Ástralíu
Kimmich verður væntanlega í byrjunarliði Þýskalands.
Kimmich verður væntanlega í byrjunarliði Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Mánudagur 19. júní
15:00 Ástralía - Þýskaland (RÚV)

Það fer einn leikur fram í Álfukeppninni í Rússlandi í dag eftir fjöruga helgi. Í gær mættu Evrópumeistararnir í Portúgal til leiks og í dag spila heimsmeistarar Þýskalands sinn fyrsta leik í mótinu.

Heimsmeistararnir mæta með "varalið" sitt í mótið og ætla að leyfa ungum og efnilegum strákum að sýna sig og sanna.

Þjóðverjar mæta Ástralíu í dag og eru eins og gefur að skilja miklu líklegra liðið fyrir þann leik. Ef allt fer eftir bókinn þá ætti Þýskaland að vinn frekar þægilegan sigur í þessum leik.

Þetta er annar leikurinn í B-riðli, en í gær áttust Kamerún og Síle við. Leikurinn í dag hefst 15:00 og er í beinni á Rúv.

Líklegt byrjunarlið Ástralíu: Ryan; McGowan, Sainsbury, Degenek; Leckies, Mooy, Luongo, Troisi; Rogic, Kruse; Juric.

Líklegt byrjunarlið Þýskalands: Ter Stegen; Ginter, Mustafi, Rudiger; Kimmich, Goretzka, Can, Hector; Draxler; Wagner, Werner.
Athugasemdir
banner
banner
banner