Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. júní 2018 17:38
Ingólfur Páll Ingólfsson
Issa Diop til West Ham fyrir metfé (Staðfest)
Diop í leik með U19 ára landsliði Frakka
Diop í leik með U19 ára landsliði Frakka
Mynd: Getty Images
West Ham var rétt í þessu að tilkynna um kaup á varnarmanninum Issa Diop.

Þessi 21. árs gamli miðvörður gengur til liðs við Hamrana frá Toulouse í Frakklandi og skrifar undir fimm ára samning.

Kaupverðið er talið vera um 22 milljónir punda sem er nýtt félagsmet hjá West Ham. Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið á eftir Ryan Fredericks sem kom frá Fulham.

Í viðtali við heimasíðu West Ham sagðist Issop vera ánægður félagsskiptin.

„Ég er mjög ánægður með að skrifa undir hjá þessu sögufræga enska félagi og ég vona að ég geti sýnt mitt besta hérna," sagði Diop.

„Ég er mjög metnaðarfullur leikmaður og West Ham er mjög metnaðarfullt félag eins og við höfum séð á ráðningu nýja stjórans. Ég vonast til að hjálpa liðinu að vinna mikið af leikjum og gera stuðningsmennina hamingjusama."
Athugasemdir
banner
banner