Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. júlí 2017 07:30
Dagur Lárusson
Beggi Ólafs: Þessa leiki vill maður spila
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er ótrúlega ánægður, gaman að koma hingað og klára þennan leik," sagði Bergsveinn Ólafsson eftir sigur FH gegn Viking í gærkvöldi.

Bergsveinn fékk dauðafæri í seinni hálfleiknum og hann viðurkennir að hann átti að gera miklu betur.

„Ég átti að gera miklu betur. Ég var búinn að gleyma þessu færi en síðan minnti Atli Guðna mig á þetta í klefanum og ég er eiginlega búinn að vera að svekkja mig á því síðan þá, en það skiptir engu máli."

Bergsveinn sagði einnig að það hafi verið erfitt að opna þá.

„Þeir voru vel skipulagðir og lágu vel niðri eins og við vissum og það var mjög erfitt að fá einhver færi á þá en við fengum nóg af færum til að klára leikinn og það var geggjað að gera það."

FH mætir að öllum líkindgum Maribor frá Slóveníu í næstu umferð og segist Bergsveinn vera spenntur fyrir því.

„Það er bara ótrúlega gaman og við hlökkum til þess, þetta gerir mikið fyrir sumarið að fá þessa leiki, þessa leiki vill maður spila."

Viðtalið er tekið frá FHingar.net


Athugasemdir
banner
banner