Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. júlí 2017 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH mætir Maribor í Meistaradeildinni
Maribor kemur til Íslands.
Maribor kemur til Íslands.
Mynd: Getty Images
Maribor 1 - 1 Zrinjski (Samanlagt 3-2)
0-1 Ognjen Todorovic ('7)
1-1 Mitja Viler ('27)

Slóvenska liðið Maribor verður andstæðingur FH í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu.

Maribor var að spila við Zrinjski frá Bosníu og jafntefli á heimavelli í kvöld nægði Maribor, þar sem þeir unnu fyrri leikinn 2-1.

FH hafði betur gegn færeyska liðinu Víkingi Götu í gær. Fyrri leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1, en í gær vann FH 2-0 í Færeyjum.

Maribor varð slóvenskur meistari með yfirburðum á síðasta tímabili.

Fyrri leikirnir í 3. umferð Meistaradeildarinnar fara fram 24, 25 og 26. júlí en þeir síðari viku síðar.

Sigurvegararnir þar fara í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðin í 3. umferðinni fara yfir í 4. umferð í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner