Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. ágúst 2014 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Walter Mazzarri: Öll pressan er á okkur
Mynd: Getty Images
Walter Mazzarri, þjálfari Internazionale á Ítalíu, var með hósta en þó nokkuð hress á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Stjörnunni sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun.

Það er stór leikur framundan en Stjarnan mætir Inter á Laugardalvelli á morgun í lokaumferð í undankeppni Evrópudeildarinnar.

,,Stjarnan hefur ekki tapað undanförnum sex leikjum og hef mestar áhyggjur að þeir séu í betra forni en Inter og við höfum bara spilað æfingaleiki að undanförnu. Kannski erum við ekki jafn góðu formi og við förum varlega inn í þennan leik."

Mazzarri sagði að pressan sé öll á Inter en liðið var að hefja undirbúningstímabilið á Ítalíu.

,,Þeir hafa öllu að tapa og pressan er öll á okkur. Ég geri samt ráð fyrir því að við séum með tekníska yfirburði og því gefinn hlutur að taka sigur úr báðum leikjum. Stjarnan hefur engu að tapa og við ætlum að komast áfram."

,,Ég geri ráð fyrir því að Inter muni spila sinn leik hvort sem það er heima eða að utan en það sem ég á von að Stjarnan muni gera er að notfæra sér byrjunarörðuleika timabilsins hjá Inter því þeir eru ekki hundrað prósent með taktíkina á hreinu."

,,Það eru mikilvægir leikmenn meiddir og ný komnir úr meiðslum, svo ég ætla að reyna að skipta út mönnum til að halda út þessar 90 mínútur. Osvaldo var að koma úr meiðslum og Medel var að koma frá Cardiff. Dodo og Hernandez líka báðir að koma úr meiðslum, svo það er spurning hvaða leikmenn koma við sögu."

,,Ég er ánægður með að það er kuldi þá er auðveldara að hlaupa,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner