Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 19. ágúst 2017 18:36
Stefnir Stefánsson
Albert Brynjar: Gott að sýna karakter og halda áfram
Albert Brynjar skoraði þrennu í dag
Albert Brynjar skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar að Fylkir sigraði Leikni frá Fáskrúðsfirði með fjórum mörkum gegn einu í Árbænum í dag.

Hann var að vonum gríðarlega ánægður með frammistöðu sína sem og liðsins í heild sinni í dag.

„Ég er virkilega ánægður með mína frammistöðu og bara liðsins í heild sinni. Þetta var frábær leikur fannst mér bara frá fyrstu mínútu. Það var smá skellur að fá jöfnunarmark á sig en að sama skapi gott að sýna karakter og halda áfram" sagði Albert Brynjar en Leiknir Fáskrúðsfirði jafnaði leikinn stuttu eftir að Fylkir höfðu tekið forystu. Það tók Fylki þó ekki nema nokkrar mínútur að taka forystuna á ný.

„Það hefði verið létt að fara að hengja haus, sérstaklega útaf síðustu úrslitum, síðustu tveir leikir hafa verið frekar daprir hjá okkur og það hefði verið létt að fara að falla í sama far og í þeim leikjum. En við tókum góða æfingaviku þar sem við fórum yfir hlutina, ákváðum að njóta okkar og halda áfram sama hvað kæmi upp á og það gerðum við."

Albert Brynjar skoraði þrennu í leiknum og er hann nú kominn með tíu mörk í deildinni og er nú einungis tveimur mörkum frá markahæstu mönnum deildarinnar þeim Björgvini Stefánssyni, framherja Hauka og Jeppe Hansen framherja Keflavíkur. Aðspurður að því hvort hann setti stefnuna á að verða markakóngur deildarinnar sagði Albert,
„Jájá maður verður að gera það, maður verður alltaf að reyna sitt besta, það er það besta sem er í boði, ég reyni það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner